Fara í efni  

Nú er komið að því !

LANDSMÓT KLEINUSTEIKINGARFÓLKS OG JÓNSMESSUSKEMMTUN Á AKRANESI.  Í dag, laugardaginn 21. júní fæst úr því skorið hver steikir bestu kleinurnar hér á landi.  Úrvalslið víða að af landinu hafa skráð sig til leiks. Keppnin stendur yfir frá klukkan 14-16 í tjaldinu á Safnasvæðinu að Görðum.  Komið og fylgist með þessari fyrstu landskeppni í framleiðslu þjóðlegasta bakkelsis íslendinga.


Dagskrá Jónsmessuskemmtunar...

Áskorandakeppni á Jónsmessunni


Hvaða vinnustaður  fær titilinn ?Besti, fljótasti og skipulagðasti vinnustaðurinn á Akranesi? Áskoranir berist Aðalsteini Hjartarsyni, sviðsstjóra tómstunda- og forvarnarsviðs, adalsteinn@akranes.is


 


Dagskrá Jónsmessuskemmtunar:


 


Föstudagurinn 20. júní :


kl. 22:30 Akrafjallsganga (Háihnjúkur).  Lagt upp frá vatnsbóli Akurnesinga.  leiðsögumenn: Gísli Gíslason og Leó Jóhannesson.  Jaðarsbakkalaug opin til kl. 3:00 - heitt grill við laugina.


 


Laugardagurinn 21. júní:


kl. 17:00 Fyrirtækjaratleikur hefst á Safnasvæðinu


kl. 17:30 Fjölskylduratleikur hefst á Safnasvæðinu


kl. 17:30 Kveikt upp í grillinu á Safnasvæðinu


kl. Varðeldur - Gísli S. Einarsson stjórnar hópsöng - leikir fyrir yngri kynslóðina.  Jaðarsbakkalaug opin til kl. 1:00


 


Reglur áskorandakeppninnar eru einfaldar.


Hvert lið samanstendur af 5 liðsmönnum.  Markmiðið er að finna stöðvar sem merktar eru á kort og staðfesta fundinn með þar tilgerðum klippum á sem skemmstum tíma.  Hvert lið fær afhent 1 ratleikjakort við upphaf keppninnar.  Notkun GSM síma, línuskauta og reiðhjóla er heimil.


 


Áskoranir (hingað til)


Landmælingar Íslands vs. Grundaskóli I


Skrifstofa Akraneskaupstaðar vs. tækni og umhverfissvið Dalbraut


Öryggismiðstöð Vesturlands vs. Lögreglan á Akranesi


Garðasel I vs. Teigasel I


Garðasel II vs. Vallarsel I


Garðasel III vs. Teigasel II


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00