Fara í efni  

Nemendur í verkfalli eru duglegir að sækja Bókasafn Akraness

Grunnskólanemar á Akranesi hafa verið duglegir að koma við í bókasafninu í verkfallinu að sögn Halldóru Jónsdóttur, forstöðumanns Bókasafns Akraness. Þá er vinsælt að fara í almenningstölvuna en starfsmenn bókasafnsins hafa reynt að vekja athygli nemenda á að bókasafnið er með aðgang að skólavefnum http://www.skolavefurinn.is   Hámarkstími hvers gests í tölvunum er 30 min á dag og þeir sem eiga lánþegaskírteini þurfa ekki að greiða sérstakt gjald fyrir þá þjónustu.  

Þess má geta að börn og unglingar 18 ára og yngri greiða ekki fyrir skírteini að bókasafninu.  Halldóra vill ennfremur hvetja foreldra á Akranesi til að vekja athygli barna sinna á bókasafninu og að þau geta m.a. skoðað þennan skemmtilega vef þar.


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00