Fara í efni  

Námsstyrkur Akraneskaupstaðar

Við útskrift Fjölbrautaskóla Vesturlands þann 18. maí síðastliðinn afhenti Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri námsstyrk Akraneskaupstaðar. Hann hlaut Guðrún Valdís Jónsdóttir sem lauk stúdentsprófi af náttúrufræðibraut í desember 2012, eftir sjö anna nám.


Guðrún Valdís fékk styrkinn vegna námsárangurs en hún var með 9,47 í lokaeinkunn á stúdentsprófi.


Guðrún Valdís hyggst stunda nám í sameindalíffræði og hefur sótt um skólavist í háskólum í Bandaríkjunum og á Íslandi.


Námsstyrkur Akraneskaupstaðar hefur verið veittur frá árinu 1991 og er í dag 650 þúsund krónur. Styrkurinn er veittur til nemanda sem hefur sýnt afburða námsárangur eða ástundun náms. Hann er auglýstur að vori og voru níu umsóknir um styrkinn í ár.


Á myndinn eru frá vinsti Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri, Guðrún Valdís Jónsdóttir og Sveinn Kristinsson forseti bæjarstjórnar.

 


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00