Fara í efni  

Námskeið í byrjendalæsi

Í dag og á morgun stendur yfir námskeið í Brekkubæjarskóla í lestarkennsluaðferðinni byrjendalæsi fyrir kennara, stuðningsfulltrúa og sérkennara í grunnskólum Akraness og Borgarbyggðar.  Byrjendalæsi er samvirk kennsluaðferð ætluð til lestrarkennslu í 1. og 2. bekk.  En í samvirkum lestarkennsluaðferðum er hljóðaðferð og málheildaraðferð felld saman í eina. 

 


Meginmarkmið byrjendalæsis er að börn nái góðum árangri í lestri sem allra fyrst á skólagöngu sinni.  En með byrjendalæsi er gert ráð fyrir að hægt sé að kenna börnum sem hafa ólíka færni í lestri hlið við hlið og því er lögð áhersla á hópavinnu um leið og einstaklingsþörfum er mætt. 


 


Kennari á námskeiðinu er Rósa Eggertsdóttir frá Háskólanum á Akureyri.  Lestrarkennsluaðferðin byrjendalæsi hefur verið þróuð á vegum skólaþróunarsviðs kennaradeildar Háskólans á Akureyri á undanförnum árum í samvinnu við skóla á norðurlandi undir stjórn Rósu.  Námskeiðið nú er byrjun á þróunarverkefninu í innleiðingu lestrarkennsluaðferðarinnar byrjendalæsis.  Og í vetur munu kennarar sækja fundi og njóta reglulega stuðnings í formi vettvangsheimsókna og ráðgjafar.


Akraneskaupstaður og Borgarbyggð fengu styrk úr Endurmenntunarsjóði grunnskóla 2007 til þróunarverkefnisins byrjendalæsis. 


 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00