Fara í efni  

Munið eftir markaðsdeginum!

Markaðsdagurinn verður


á Safnasvæðinu

Hinn árlegi Markaðsdagur á Akranesi verður haldinn á Safnasvæðinu að Görðum laugardaginn 13. ágúst n.k. Á markaðsdegi gefst fólki kostur á að kaupa og selja allt á milli himins og jarðar; handverk eða harðfisk, Soda-Stream tæki eða Skoda-varahluti, gamalt dót eða nýtt. Sett verður upp stórt og mikið markaðstjald þar sem fólk getur ?höndlað með sinn varning? sér að kostnaðarlausu. Hér gildir því reglan góða, fyrstir koma ? fyrstir fá, því söluplássið er að sjálfsögðu takmarkað. Af gefnu tilefni er því ástæða til að hvetja þá sem vilja nýta sér þetta einstaka tækifæri að panta söluborð hið fyrsta hjá skipuleggjendum Markaðsdagsins í síma 431 5566 eða með tölvupósti á netfangið museum@museum.is.


 

 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00