Fara í efni  

Minnisvarði um Sr. Jón M. Guðjónsson afhjúpaður

 

Minnisvarðinn um Sr. Jón M. Guðjónsson að Görðum

Þriðjudaginn 31. maí sl. var afhjúpaður minnisvarði um Sr. Jón M. Guðjónsson, prest á Akranesi, prófast og heiðursborgara, en þennan dag voru 100 ár liðin frá fæðingu hans. Athöfnin fór fram í blíðskaparveðri við gamla húsið að Görðum á Safnasvæðinu að viðstöddu fjölmenni, m.a. börnum og fjölskyldu Jóns, auk þess sem Biskup Íslands, Hr. Karl Sigurbjörnsson, var viðstaddur athöfnina.

 

 Í ræðu sem Gísli Gíslason, bæjarstjóri á Akranesi flutti við þetta tilefni, segir m.a.:  ?Í dag minnumst við þess að 100 ár eru frá fæðingu séra Jóns M. Guðjónssonar, prests á Akranesi, prófasts og heiðursborgara.  Af virðingu og og hlýju er hans minnst sem eins af bestu sonum Akraness  fyrir þjónustu við íbúa samfélags okkar og fyrir ómetanlegt framlag til menningar bæjarins og reyndar þjóðarinnar allrar.  Ef telja ætti upp í þessum inngangsorðum það sem frjór hugur séra Jóns og hönd hans hög lögðu að mörkum þá tíð sem hann bjó á Akranesi þá yrði sú upptalning löng og fjölskrúðug.? 

 

Pétur Jónsson, sonur sr. Jóns, afhjúpaði minnisvarðann um föður sinn, en það voru börn séra Jóns sem lögðu til verkið sjálft. Akraneskaupstaður í samvinnu við starfsmenn byggðasafnsins önnuðust gerð undirstöðunnar og aðra uppsetningu verksins, sem stendur eins og áður segir við gamla húsið að Görðum á Safnasvæðinu.


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00