Fara í efni  

Miklar heimsóknir á www.akranes.is

Heimsóknir á heimasíðu Akraneskaupstaðar hafa verið mældar daglega frá nóvember 2002 með samræmdri vefmælingu frá Modernus ehf.  Þegar mælingarnar, frá þeim tíma fram til loka maímánaðar, eru skoðaðar nánar kemur í ljós að gestir á mánuði eru að meðaltali 3.000  og segir það til um fjölda notenda í mánuði án þess að tvítelja hvern gest innan hvers mánaðar.  Flettingar hins vegar voru að meðaltali um 41.000 en ein fletting verður til þegar lesendur vefsins hafa sótt eitt vefskjal (síðu) af vefnum og náð að hlaða það inn í vafrann.  Þær upplýsingar sem gestir heimasíðunnar sækja oftast, að forsíðunni undanskilinni, eru; fundargerðir, fréttir, umræðan og ljósmyndasafnið.  Til að nálgast upplýsingar um flettingar og fjölda gesta í hverjum mánuði er hægt að smella á myndirnar hér að neðan og lesa út úr grafinu.  


Fjöldi gesta á mánuði

Flettingar á www.akranes.is
 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00