Fara í efni  

Mikil eftirspurn eftir byggingarlóðum á Akranesi

Umsóknarfrestur eftir byggingalóðum í 1. áfanga Skógahverfis er nú liðinn, en auglýst var eftir umsóknum í 61 einbýlishúsalóð og 11 par- og raðhúsalóðir, samtals 94 íbúðir.  Lóðirnar voru auglýstar með fyrirvara um endanlega staðfestingu deiliskipulags.  Mikill áhugi hefur reynst á þessum lóðum, en borist hafa um 200 umsóknir frá einstaklingum í einbýlishúsalóðir og um 60 umsóknir frá lögaðilum í par- og raðhúsalóðirnar.  Gert er ráð fyrir að bæjarráð Akraness fjalli um umsóknirnar á fundi sínum á n.k. fimmtudag og dragi m.a. úr hópi umsækjenda útdráttarröð sem heimili viðkomandi einstaklingum að velja sér einbýlishúsalóð sem laus er.

 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00