Fara í efni  

Mikil ánægja með dagskrá Írskra daga

Í tilefni Írsku daganna, 10. ? 12. júlí s.l. var sett inn spurningakönnun á vef Akraneskaupstaðar. Spurt var hvort fólk hafi verið ánægt/óánægt með dagskrána.
Alls tóku 144 þátt í könnuninni og skiptust atkvæðin þannig að 59 (41%) sögðust vera mjög ánægðir með dagskrána, 48 (33,3%) voru frekar ánægðir, einungis 1 (0,7%) var óánægður og 30 (20,8%) sögðust ekki hafa tekið þátt í hátíðarhöldunum.
Sýnir þessi niðurstaða að almennt var mikil ánægja með dagskrá hátíðarinnar. Jafnframt er hún mikil hvatning til þeirra sem að henni stóðu um að halda áfram á sömu braut að ári liðnu. 

 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00