Fara í efni  

Metþátttaka í gönguferð - Síldarmannagötur

Laugardaginn síðastliðinn var metþátttaka í göngunni eftir Síldarmannagötum.
Alls gengu 64  úr Skorradal yfir í Hvalfjörð og leiðsögumaður ferðarinnar var Arnheiður Hjörleifsdóttir. Veðrið var mjög gott, sól og blíða og einstaka skýhnoðrar.  Svo virðist sem verkefnið ?Göngum til heilbrigðis? sé að ná tilætluðum árangri, þ.e. að hvetja fólk til hreyfings í gönguferðum um íslenska náttúru og þá sérstaklega í nágrenni Akraness.


 
Næsta gönguferð verður Leggjabrjótsleið og tekur sú gönguferð 6-7 klukkutíma.  Farið verður af stað þann 14. ágúst, kl. 9.00 frá bæjarskrifstofum Akraness. Athugið rútugjald er kr. 1200. Nánari upplýsingar veitir Aðalsteinn Hjartarson, sviðsstjóra tómstunda- og forvarnarsviðs í síma 433 1060.

 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00