Fara í efni  

Met loðnuafli hjá skipum HB

Loðnuvertíð er nú lokið. Samtals hefur verið tekið á móti rúmum 41 þúsund tonnum af loðnu hjá fiskimjölsverksmiðju Haraldar Böðvarssonar á Akranesi. Á vertíðinni reyndust Víkingur og Ingunn frá Akranesi aflahæstu skipin yfir landið. Afli Víkings á sumar-, haust- og vetrarvertíðinni var 37.583 tonn og afli Ingunnar var 36.348 tonn. Frá áramótum veiddu skipin samtals 50 þús. tonn; Ingunn 26.403 tonn og Víkingur 23.545 tonn.
Fram kemur á heimasíðu fyrirtækisins að vinnsla hráefnisins hafi gengið vel og nánast allur aflinn unninn í hágæðamjöl.


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00