Fara í efni  

Menningarstyrkir afhentir

Við háðtíðlega athöfn í Safnaskálanum í Görðum s.l. fimmtudag voru afhentir fjölmargir styrkir að fjárhæð um 23 milljónir króna á vegum Menningarráðs Vesturlands. Samgönguráðherra, Sturla Böðvarsson, afhenti styrkina sem voru vegna ýmissa áhugaverðra verkefna til einstaklinga, félagasamtaka og stofnana.  Það er skemmtilegt að geta þess að nokkrir styrkir komu í hlut aðila á Akranesi:


 


 

Þjóðlagasveit Tónlistarskólans á Akranesi Ein milljón krónur
Grundaskóli Ein milljón krónur
Skagaflokkurinn Fjögur hundruð þúsund krónur
Byggðasafnið í Görðum Fjögur hundruð þúsund krónur
Listasetrið Kirkjuhvoll Þrjú hundruð þúsund krónur


 


Einnig var úthlutað nokkrum smærri styrkjum til aðila á Akranesi.


 


Nánari upplýsingar um úthlutun styrkjanna má nálgast á heimasíðu Menningarráðs Vesturlands, http://www.menningarviti.is/Default.asp?Sid_Id=27442&tId=99&Tre_Rod=&qsr


 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00