Fara í efni  

Menningar- og listahátíðin Vökudagar 28. október til 7. nóvember 2010

Hin árlega menningar- og listahátíð Vökudagar verður haldin á Akranesi dagana 28. október til 7. nóvember næstkomandi og verður hátíðin fjölbreytt að vanda. Nú er unnið að undirbúningi hátíðarinnar en fjölmargir koma að dagskránni; leikskólar, grunnskólar, tónlistarskólinn og lista- og hæfileikafólk af ýmsum toga. Félag nýrra Íslendinga mun halda Þjóðahátíð þar sem boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá og svona má áfram telja. Unnið er að útgáfu upplýsingarits um hátíðina þar sem dagskráin verður kynnt nánar og verður ritið borið í öll hús á Akranesi skömmu fyrir hátíðina. Þeir sem vilja taka þátt í Vökudögum og kynna framlag sitt með öðrum dagskrárliðum eru því vinsamlegast beðnir um að koma viðkomandi viðburði á framfæri við Tómas Guðmundsson, verkefnastjóra Akranesstofu (tomas.gudmundsson@akranes.is) eigi síðar en þriðjudaginn 19. október nk.

 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00