Fara í efni  

Með skóflur og fötur á Ketilsflöt

Einbeittur hópur mokar fyrir nýjum leikskóla
Sl. föstudag mætti galvaskur krakkahópur að fyrirhuguðum byggingarstað hins nýja leikskóla við Ketilsflöt, búinn skóflum og fötum og tók fyrstu skóflustungurnar að hinum nýja leikskóla. Krakkarnir verða í leikskólanum Skátaseli þangað til nýi leikskólinn opnar, en gert er ráð fyrir að um helmingur skólans, alls þrjár deildir verði opnaðar 1. ágúst á næsta ári.


 

 


Svo vitnað sé í blaðamann Skessuhorns, sem var viðstaddur þennan einstaka viðburð, þá ?skein enbeitingin úr svip allra viðstaddra og þó að vissulega mætti sjá á krökkunum að þeir skemmtu sér vel þá var ekki nokkur vafi á að allir vönduðu sig við verkið. Sumir vildu klífa hærra en aðrir í moldarhauginn sem mokað var úr, eins og gengur og gerist í lífinu. Þá voru ekki allir á eitt sáttir um hvert ætti að henda því sem mokað var; einhverjir reyndu að hækka hauginn, aðrir mokuðu aftur fyrir sig og einn og einn taldi sjálfsagt mál að henda moldinni í blaðamann. Hann gerði sér þó grein fyrir alvöru málsins og kippti sér ekkert upp við það.?


 


Það er fyrirtækið Betri bær sem sér um verkið og á skólinn að verða fokheldur 31. janúar næstkomandi.


 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00