Fara í efni  

Markaður á Akranesi

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum í gær, 13. febrúar, 2 m.kr. fjárveitingu til að undirbúa markað á Akranesi í sumar. Ein af þeim hugmyndum sem komu fram á stefnumótunarfundi um atvinnumál sem haldinn var þann 30. nóvember á síðasta ári var að setja upp markað á Akranesi sem væri bæði með matvöru og annan varning. Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri segir að það sé verið að skoða húsnæði en stefnt er að því að markaðurinn verði opinn alla laugardaga í sumar.  

 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00