Fara í efni  

Margt í boði á Akranesi á laugardaginn 11 maí.

Laugardaginn 11. maí verður margt um að vera á Akranesi. Hægt verður að hlusta á þýða tóna, skoða myndverk, skella sér í golf og fræðast um strandmenningu. Þar að auki er alltaf gaman að skella sér í sund, fara á Langasand eða í Garðalund, hina skjólgóðu skógrækt.


Golfmót hefst kl. 9.00, tónleikar í Akraneskirkju á sama tíma og frá kl. 10.00 er opin dagskrá í Vitanum á Breiðinni.


Vitadagurinn  í Akranesvita og Safnasvæðinu að Görðum
Vitadagurinn verður haldinn hátíðlegur með tónleikum,upplestri, ljósmynda- og myndlistasýningu í Akranesvita. Um hádegisbil færist samkoman upp að Safnasvæði en þar verður málþing um strandmenningu, tengsl Akranessvæðisins við landnám Grænlands og Nýfundnalands, Kútter Sigurfara ? sögu hans og framtíð og vita Akraness sem standa keikir á Breiðinni. Frítt inn.
Heimasíða: www.museum.is


Tónleikar Sveins Arnars og Kirkjukórs Akraneskirkju
Sveinn Arnar Sæmundsson, bæjarlistamaður Akraness 2012 þakkar fyrir sig ásamt kór Akraneskirkju og býður hann til tónleika á laugardaginn í Akraneskirkju og Vinaminni.
Haldnir verða þrennir ólikir tónleikar þar sem hlýða má á sálmaforleiki Bachs, þjóðlög og dægurlög munu njóta sín og Miklabæjar-Sólveig og Djákninn á Myrká ráða ríkjum.
Kaffi og pönnukökur. Frítt inn en fólk getur látið frjáls framlög af hendi rakna.
Heimasíða: www.akraneskirkja.is


Stóra Skemmumótið, opið golfmót á Garðavelli í boði Verkalýðsfélags Akraness
18 holu punktakeppni með forgjöf verður haldið laugardaginn 11. maí. Ræst verður út frá kl. 9:00. Keppt verður í tveimur flokkum: 0-9 og 9.1-24/28.
Skráning á golf.is ? Mótsgjald kr 3.500.


Þá má nefna að fyrsti heimaleikur ÍA í Pepsideild karla verður mánudaginn 13. maí. á Akranesvelli.  

 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00