Fara í efni  

Málningargjafir

Málningarverksmiðjan Harpa Sjöfn hefur ákveðið að gefa 2.500 lítra af málningu í ár til varðveislu og fegrunar sögufrægra húsa og mannvirkja, til menningarfélaga, góðgerðarmála og íþrótta- og ungmennafélaga. Þeir sem óska eftir að njóta góðs af framlagi Hörpu Sjafnar í ár þurfa að leggja inn umsókn hjá fyrirtækinu fyrir 7. maí nk. Þar þarf að koma fram til hvers á að nota málningarstyrkinn og um hvaða hús eða mannvirki er að ræða.


Hér með er skorað á þau félög og aðra þá aðila sem stendur til boða að sækja um málningarstyrki að nýta þetta kjörna tækifæri til fegrunar húsa eða mannvirkja í bæjarfélaginu. Aðstoð við umsóknir veita góðfúslega markaðs- og atvinnufulltrúar Akraneskaupstaðar.

Fyrirtækið byrjaði fyrir fimm árum að úthluta árlega nokkrum málningarstyrkjum til verkefna af þessu tagi. Á þeim tíma hafa um 80 aðilar um allt land hlotið 14 þúsund lítra af Hörpu Sjafnarmálningu og er heildarverðmæti styrkjanna til þessa rúmlega 6 milljónir króna.


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00