Fara í efni  

Málefni Héraðsskjalasafnsins á Akranesi.

Að sögn Kristján Kristjánsson, forstöðumanns Héraðsskjalasafnsins á Akranesi, þá hefur starfsemi safnsins á síðustu mánuðum að mestu snúist um nýja deild safnsins, ljósmyndasafnið. Tveir starfsmenn hafa verið ráðnir gegnum átaksverkefni og starfa eingöngu við að skanna inn og skrá ljósmyndir.

Þessir starfsmenn ásamt Kristjáni hafa sótt fræðslu til Ljósmyndasafns Reykjavíkur og hafa einnig verið að læra á myndvinnsluforrit. Verkið hefur farið vel af stað, búið er að setja verkferla í gang og nánast búið að leysa öll tæknileg vandamál. Nýjar myndir birtast á vefnum vikulega.


 


Safninu berast stöðugt gjafir og margir skoða vef safnsins og koma með ábendingar um myndefnið. Kristján hefur verið að velta fyrir sér möguleikum á að virkja bæjarbúa til að afla upplýsinga um myndefnið s.s. að virkja FEBAN og íbúa á Dvalarheimilinu Höfða.  Kristján vonast til að búið verði að skanna inn um 10.000 myndir á árinu.


 


Fyrirhugað er að Ljósmyndasafnið haldi sýningu á völdum myndum þeirra feðga Helga Daníelssonar og Friðþjófs Helgasonar um páskana. 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00