Fara í efni  

Malbikun gatna á Akranesi

Bæjarráð hefur samþykkt að taka tilboði Klæðningar ehf um malbikun og frágang á Hólma- og Bresaflöt svo og malbikun og frágang gangstétta Grenigrundar með fyrirvara um yfirferð tilboða.  Gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist á næstunni og verður verkið unnið nú í haust, en þó gert ráð fyrir að frágangi gangstétta þurfi ekki að vera lokið fyrr en næsta vor ef veðurfarslegar aðstæður verða þannig.


Umrædd verk voru boðin út fyrr á árinu eða leitað eftir samningum við verktaka án árangurs.  Tilboð Klæðningar ehf eru svipuð og kostnaðaráætlanir hönnuða.


 

 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00