Fara í efni  

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar

Þann 17. mars fór lokahátíð Stóru upplestarkeppninnar fram í Tónbergi. Tólf nemendur úr báðum grunnskólunum lásu hluta úr skáldsögu og fluttu ljóð. Einnig léku nemendur úr 7. Bekk, sem stunda nám við Tónlistarskólann, á flautu og píanó. Nemendur í 7. bekk hafa frá því í nóvember á síðasta ári lagt áherslu á vandaðan upplestur og framsögn og er alltaf jafn ánægjulegt að fylgjast með árangri þeirra.


Sigurvegarnir í ár eru: 1. sæti Halla Jónsdóttir 7. RÍÓ, 2. sæti Fanney R. Ágústsdóttir 7. VV og 3. sæti Elmar G. Gíslason 7. VV.


Sparisjóður Mýrasýslu veitti sigurvegurunum peningaverðlaun. Einnig var veitt viðurkenning fyrir myndskreytingu boðskorts og fengu þær Elísabet H. Steinþórsdóttir og Elínborg B. Sveinsdóttir ljóðabókina ?Öskudagur? af þessu tilefni. Athöfnin var hin besta skemmtun og nemendum og skólunum til mikils sóma.


 

 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00