Fara í efni  

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar fór fram í Tónbergi sl. mánudagskvöld. Lokahátíðin er nokkurs konar uppskeruhátíð nemenda í 7. bekk, en þeir hafa lagt sérstaka rækt við vandaðan upplestur á undanförnum mánuðum.


Þórður Guðjónsson, framkvæmdastjóri Knattspyrnufélags ÍA, ávarpaði samkomuna í upphafi. Tólf nemendur úr 7. bekkjum beggja grunnskólanna voru valin til þátttöku og lásu þau sögubrot og ljóð. Dómnefnd valdi þrjá bestu  lesara kvöldsins, þau Helenu Dögg Einarsdóttur í 1. sæti, Jón Ingva Einarsson í 2. sæti og Önnu Bertu Heimisdóttur í þriðja sæti. Allir nemendurnir skiluðu framlagi sínu með miklum ágætum.


 Það var ánægjulegt að sjá hve margir lögðu leið sína í Tónberg til að njóta dagskrárinnar sem þar var í boði en auk upplestrarins léku nemendur Tónlistarskólans nokkur lög á fiðlu fyrir gesti.

 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00