Fara í efni  

Ljósmyndasafn Akraness 5 ára

 

Boðskort til bæjarbúa

Í tilefni af 5 ára afmæli Ljósmyndasafns Akraness þann 28. desember sl. verður sérstök dagskrá í Svöfusal á Bókasafni Akraness síðdegis í dag, fimmtudaginn 14. febrúar kl. 17:00. Þar mun Atli Marinósson, vélfræðingur í Reykjavík afhenda safninu myndir úr eigu móður sinnar, Hansínu Guðmundsdóttur (1913-2001) og þá mun Grundaskóli afhenda myndir úr starfi skólans. Einnig mun Sigurjón Jósefsson sýna brot úr kvikmynd um sögu Akraness á 20. öldinni. Skagamenn eru sérstaklega hvattir til að mæta í Svöfusal síðdegis í dag og fagna þessum tímamótum í sögu hins stórmerka ljósmyndasafns.

 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00