Fara í efni  

Listsýning leikskólabarna í KirkjuhvoliGestir og listamenn við opnun sýningarinnar
Í gær, miðvikudaginn 13. febrúar, opnuðu börnin í leikskólunum Garðaseli og Teigaseli á Akranesi sameiginlega listsýningu sína  í Listasetrinu Kirkjuhvoli. Á sýningunni er fjöldi listaverka sem sýna vel hversu fjölbreytt liststarfið er í leikskólunum; fjölbreytni í  vinnuaðferðum og efnivið  og hugmyndaflugi eru svo sannarlega engin takmörk sett . Við opnunina voru viðstödd elstu börn leikskólanna og  söngatriði voru flutt frá hvorum leikskólanna. Í lokin  var svo  öllum boðið upp á léttar veitingar eins og tilheyrir formlegri opnun slíkrar sýningar. 


 

Skapast hefur skemmtileg hefð fyrir því í gegnum árin að leikskólabörn á Akranesi haldi slíka listsýningu annað til þriðja hvert ár. Áður fyrr voru allir leikskólarnir saman með eina sýningu en nú er slíkt verkefni orðið of viðamikið í ört stækkandi bæjarfélagi og því hafa leikskólarnir skipt sýningunni í tvo sýningarhluta.  


 


Ástæða er til að hvetja bæjarbúa, gesti og gangandi til að skoða sýningu barnanna í Listasetrinu Kirkjuhvoli að Merkigerði 7 en þar er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 15:00 til 18:00 þegar á sýningum stendur.


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00