Fara í efni  

Listaverk til minningar um Þorgeir Jósefsson afhjúpað

Í gær var afhjúpað minnismerki á mótum Merkigerðis og Kirkjubrautar um Þorgeir Jósefsson, fyrrum bæjarfulltrúa og heiðursborgara Akraneskaupstaðar. Merkið afhjúpaði Þorgeir Jósefsson, barnabarn og alnafni Þorgeirs. Um er að ræða brjóstmynd af Þorgeiri sem unnin var af Ríkharði Jónssyni, myndhöggvara en starfsmenn Þorgeirs & Ellerts hf. gáfu Þorgeiri styttuna þegar hann varð sextugur árið 1962.


 

 


Þorgeir var fæddur þennan dag, 12. júlí, árið 1902 að Eystra?Miðfelli, Hvalfjarðarstrandarhreppi og lést árið 1992, 89 ára að aldri.Árið 1928 stofnaði hann Vélsmiðjuna Þorgeir & Ellert hf. ásamt bróður sínum Jóhannesi Ellert. Hann sinnti ýmsum trúnaðarstörfum á langri ævi, sat í stjórnum samtaka málm- og skipasmiðja, Félags dráttarbrauta- og skipasmiðja og í mörgum nefndum á vegum Landsambands iðnaðarmanna svo fátt eitt sé nefnt. Þá sat hann í hreppsnefnd Ytri?Akraneshrepps á árunum 1935 til 1941, í bæjarstjórn Akraness 1942-1958, aftur 1962-1966 og í stjórn Sjúkrahúss Akraness lengst manna eða samfellt á árunum 1950-1982.


 


Meðal þeirra viðurkenninga sem hann hlaut má nefna gullkross Landssambands iðnaðarmanna og riddarakross hinnar íslensku Fálkaorðu. Á áttræðisafmæli sínu þann 12. júlí 1982 fékk hann svo nafnbótina Heiðursborgari Akraneskaupstaðar.


 


Ákveðið var að staðsetja minnisverkið á mótum Kirkjubrautar og Merkigerðis eru þær að Þorgeir bjó lengst af við Kirkjubrautina og reisti húsin Kirkjubraut 2 og 4. Einnig stóðu bæjarskrifstofur Akraneskaupstaðar við götuna um áratuga skeið. Við Merkigerðið stendur svo Sjúkrahús Akraness og þar rétt fyrir neðan ? þar sem Merkigerðið mætir Vesturgötunni ? á lóðinni Vesturgata 103 stendur húsið Litli-Bakki sem var fyrsta íbúðarhúsnæðið sem Þorgeir byggði sér árið 1926.


 


 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00