Fara í efni  

Línudansarar í Íslandi í bítiðDanshópurinn Og útlagarnir.
Landsmót línudansara fer fram hér á Akranesi dagana 12.-14. ágúst næstkomandi. Línudans hefur átt miklum vinsældum að fagna hér í bæ og státa Skagamenn af því að vera bæði Íslands- og bikarmeistarar í sportinu en það er danshópurinn Og útlagarnir sem hefur náð þeim glæsilega árangri.

Hópurinn mun koma fram í Íslandi í bítið á þriðjudagsmorgun ásamt Óla Geir Jóhannessyni kennara sínum og einum aðalskipuleggjanda mótsins.


 


Öllum er frjálst að taka þátt í landsmótinu en skráningarfrestur rennur út þann 3. ágúst næstkomandi. Nánari upplýsingar er hægt að fá með því að smella hér>


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00