Fara í efni  

Líf og fjör á LangasandiHluti af þeim gestum sem kíktu við á sandinum í gær.
Veðrið hefur svo sannarlega leikið við Íslendinga undanfarna daga og eins og alltaf á slíkum góðviðrisdögum hefur verið líf og fjör á Langasandi frá morgni til kvölds. Það eru ekki bara Akurnesingar sem nýta sér þá frábæru aðstöðu sem á Langasandi er því það hefur færst í aukana að fólk frá höfuðborgarsvæðinu leggi leið sína á Skagann til að flatmaga á sandinum. Gestirnir hafa væntanlega komist að því sem Akurnesingar hafa vitað lengi - að Langisandur er einfaldlega flottasta baðströnd á Íslandi og þótt víðar væri leitað.

 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00