Fara í efni  

Líf og fjör á Akranesi um helgina

Helgin framundan er svo sannarlega hlaðin viðburðum á Akranesi. Landsmót línudansara fer hér fram, á Safnasvæðinu verður markaðsdagur þar sem verður boðið upp á stóran markað í tjaldi og harmonikkuleik, Villi Naglbítur opnar sýningu sína í listasetrinu Kirkjuhvoli, sýning á um 900 undirskálum sem Ólína Jónsdóttir safnaði um ævina verður opnuð í Byggðasafninu og sýning Björns Björnssonar á tréskúlptúrum verður opnuð í Maríukaffi í safnaskálanum. Auk þessa fer Íslandsbankamótið í hestaíþróttum fram í Æðarodda.

 

 

Markaðurinn verður opinn frá kl. 12-17 á laugardag og þar munu um 30 aðilar bjóða ýmiss konar varning til sölu. Nánari upplýsingar má fá á safninu í síma 431-5566.

 

 

Villi Naglbítur mun opna sýningu sína í Kirkjuhvoli kl. 15 á laugardag og eru allir velkomnir.


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00