Fara í efni  

Leikskólinn Skátasel opnaði í dag
Birgir Daði Einarsson mætti fyrstur
Í dag opnaði nýr leikskóli á Akranesi, Skátasel við Skagabraut 29.  Leikskólinn Skátasel starfar tímabundið í húsnæði Skátafélags Akraness þar til nýr leikskóli við Ketilsflöt verður tilbúinn til notkunar í ágúst 2008.  Í dag eru 24 börn innrituð í Skátasel og búast má við að fleiri börn verði innrituð í vetur í samræmi við fjölgun íbúa á Akranesi. 

 Aðlögun barna í leikskólann fer fram næstu vikur en Anney Ágústsdóttir, leikskólastjóri Skátasels ,tók á móti fyrstu börnunum í morgun og var Birgir Daði Einarsson fyrstur til að byrja í nýja leikskólanum.


 


Starfsmenn Skátasels eru átta.  Á myndinni eru:


Steinunn L. Ólafsdóttir, Anney Ágústsdóttir leikskólastjóri, Bergný D. Sófaníusardóttir, Kolbrún H. Matthíasdóttir, Ásdís Sigfúsdóttir deildarstjóri, Hrefna Daníelsdóttir.


Á myndina vantar Klöru Hreggviðsdóttur matráð og Sólrúnu Heiðu Sigurðardóttur.    
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00