Fara í efni  

Leikskólinn Garðasel er 20 ára í dag!


Í dag, fimmtudaginn 1. september á leikskólinn Garðasel 20 ára afmæli og hefur dagurinn verið viðburðaríkur og hátíðlegur hjá börnum og starfsfólki Garðasels. Fjöldi gesta hefur litið í heimsókn en skólinn var opinn gestum á milli kl. 14:00 og 15:30 í tilefni dagsins. Eins og áður sagði var deginum fagnað með ýmsum hætti. Efnt var til afmælisstundar á Skála og farið í skrúðgöngu um næsta nágrenni, íþróttaálfurinn kíkti í heimsókn, deildir skólans voru skreyttar hver með sínum litnum og fleira var gert til hátíðarbrigða. Til hamingju með daginn, börn og starfsfólk á Garðaseli!

 

 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00