Fara í efni  

Leikskólagjöld til skoðunar

Sviðsstjóra menningar- og fræðslusviðs hefur verið falið að skoða möguleika þess að taka upp lægra gjald í leikskólum bæjarins eftir hádegi þar sem eftirspurn eftir dagvistarplássum er ekki eins mikil og fyrir hádegi og einnig að skoða áhrif þess að 5 ára börn fái vistun fyrir hádegi án endurgjalds. Þá var sviðsstjóra fjölskyldusviðs falið að leggja fyrri bæjarráð upplýsingar um áhrif þess ef gæsla barna hjá dagmæðrum verði niðurgreidd þannig að gjald fyrir dagvistun verði sú sama og almennt gjald fyrir vistun á leikskólum bæjarins. 


Smellið hér til að skoða samanburð leikskólagjalda í nokkrum sveitarfélögum.

 


Umræða hefur verið um breytingar á skipulagi skólamála í landinu sem hafa munu áhrif á starfsemi grunn- og leikskóla í framtíðinni.  Á  vegum Akraneskaupstaðar er unnið að stefnumótun vegna heilsdagsskóla, verið er að skoða stefnu bæjarins í gjaldskrármálum og unnið er að gerð fjölskyldustefnu fyrir kaupstaðinn.  Á meðan unnið er að þessum málum telur bæjarráð Akraness ekki rétt að taka nú til afgreiðslu almenna tillögu um lækkun leikskólagjalda sem fram kom á fundi bæjarstjórnar 12. apríl sl., enda eru leikskólagjöld á Akranesi verulega lægri en víðast hvar annars staðar á landinu.


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00