Fara í efni  

Leikjanámskeið fyrir börn á Akranesi sumrið 2004

Akraneskaupstaður hefur gengið frá samningi við Skátafélag Akraness um rekstur leikjanámskeiða fyrir börn á Akranesi sumarið 2004.


S.l. sumar var þessi háttur hafður á og tókst skátafélaginu vel að sinna þessu verkefni og því ákveðið að gera áframhaldandi samning við félagið.  Námskeiðin eru ætluð börnum á aldrinum 6 til 10 ára og verður boðið upp á fjölbreytta og þroskandi dagskrá. 


 


Námskeiðin standa yfir frá kl. 9:00 til 16:00 alla virka daga og boðið er upp á gæslu frá kl. 8:00 til 9:00 á morgnanna og 16:00 til 17:00 á daginn gegn vægu gjaldi.  Öll nánari kynning, gjaldskrá og greiðslufyrirkomulag námskeiðanna er hægt að sjá í sumarstarfsbæklingi sem borinn verður út í öll hús á Akranesi á næstu dögum.


 


Námskeiðshaldið fer fram í húsi Skátafélags Akraness að Háholti og er yfirmaður námskeiðanna Anney Ágústsdóttir.


Akraneskaupstaður væntir mikils af þessu samstarfi og veit að félagið mun gera enn betur en s.l. sumar, sem sagt reynslunni ríkari.


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00