Fara í efni  

Laust starf verkefnastjóra í nýsköpun og eflingu atvinnumála á Akranesi

Laust er til umsóknar tímabundið starf verkefnastjóra við nýsköpun og eflingu atvinnulífs á Akranesi. Ráðið verður í starfið til 6 mánaða og er æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. 


Helstu verkefni verkefnastjóra eru að starfa með starfshóp í nýsköpun og atvinnumálum, vinna að þróun sérstakra atvinnuverkefna, vinna að framkvæmd atvinnumálastefnu bæjarins og vera tengiliður Akraneskaupstaðar við atvinnulífið og stoðstofnanir þess. 


Menntunar- og hæfniskröfur:


Menntun sem nýtist í starfi er æskileg.


Reynsla og þekking á atvinnumálum.


Reynsla af gerð og framkvæmd rekstrar- og fjárhagsáætlana.


Jákvæðni og frumkvæði í starfi.


Færni í mannlegum samskiptum. 


Viðkomandi mun starfa undir stjórn bæjarritara. 


Umsóknarfrestur er til og með 8. apríl 2011. Umsóknir skal senda til Jóns Pálma Pálssonar, bæjarritara, Stillholti 16 ? 18, 300 Akranesi.


 


Nánari upplýsingar um starfið veitir Jón Pálmi Pálsson, bæjarritari Akraneskaupstaðar (jon.palmi.palsson@akranes.is) og Ingibjörg Valdimarsdóttir, formaður starfshóps um nýsköpun og eflingu atvinnumála á Akranesi  (ingibjorg.valdimarsdottir@akranes.is).

 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00