Fara í efni  

Laust starf í stuðningsþjónustu

Velferðar- og mannréttindasvið Akraneskaupstaðar óskar eftir starfsmönnum í stuðningsþjónustu, félagslega liðveislu fyrir börn. Um er að ræða hlutastörf.

Helstu markmið eru að aðstoða fólk til aukinnar félagslegrar þátttöku í tómstundum, íþróttum, menningar- og félagslífi.

Æskilegt er að viðkomandi sé eldri en 20 ára og hafi reynslu sem gæti nýst í starfi. Svo sem reynslu af störfum með börnum með fjölþættan vanda. Viðkomandi þarf að vinna sjálfstætt en hefur stuðning og handleiðslu frá ráðgjafaþroskaþjálfa reglulega.

Vinnutíminn er oftast nær seinnipart dags og/eða um helgar. Starfið gæti því hentað vel með námi eða með annarri vinnu. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitafélaga annars vegar við Verkalýðsfélag Akraness eða Sameyki.

Hæfniskröfur:

 • Góð hæfni í mannlegum samskiptum og leikni við að bregðast við óvæntum aðstæðum.
 • Frumkvæði og sveigjanleiki.
 • Jákvæðni í starfi og sjálfstæði í vinnubrögðum.
 • Hreint sakavottorð.

Hægt er að sækja um um rafrænt í íbúagátt Akraneskaupstaðar. Nánari upplýsingar veitir Berglind Ósk Jóhannesdóttir ráðgjafaþroskaþjálfi í tölvupósti: berglind.johannesdottir@akranes.is eða í síma 4331000.


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00