Fara í efni  

Laust starf í íbúðarsambýlinu við Laugarbraut

Búsetuþjónusta fatlaðs fólks á Akranesi, auglýsir stöðu næturvaktar á íbúðarsambýlinu við Laugarbraut 8 á Akranesi.

Óskað er eftir því að ráða almennan starfsmann II til starfa við næturvaktir, við íbúðarsambýlið Laugarbraut 8 Akranesi. Næturvaktirnar eru unnar á sjö daga törn og svo sjö daga frí, helgarvaktir eru aðra hvora helgi.  Um framtíðarstarf er að ræða og er staðan laus frá og með 1. desember næstkomandi.

Heimilið starfar eftir lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Einnig er unnið eftir hugmyndafræðinni um sjálfseflingu og er Þjónandi leiðsögn (Gentle Teaching) í innleiðingarferli á heimilinu.  Mikil áhersla er að starfsmenn tileinki sér þessa hugmyndafræði og vinni eftir því.

Helstu verkefni og ábyrgð

Stuðningur og aðstoð við fatlað fólk við allar athafnir daglegs lífs. Næturvaktin er starfandi sem vakandi næturvakt. Næturvaktin er með sína verkáætlun sem hún styðst við í sínu starfi.   

Hæfniskröfur

 • Áhugi og reynsla á að starfa með fólki.
 • Áhersla er lögð á framúrskarandi færni í mannlegum samskiptum og færni í að vinna með fólki.
 • Lipurð, sveigjanleiki og jákvæðni í samskiptum.
 • Frumkvæði, samviskusemi og metnaður í starfi.
 • Sjálfstæð, skipulögð og öguð vinnubrögð.
 • Stundvísi.
 • Hreint sakavottorð.

Hér er sótt um rafrænt í gegnum íbúagátt Akraneskaupstaðar en einnig er hægt að sækja um í þjónustuveri bæjarins að Stillholti 16-18, 1. hæð. Athygli er vakin á því að starfið hentar jafnt konum sem körlum. Umsóknarfrestur er til og með 19. nóvember. Ráðið er í starfið í lok nóvember, en þá hefst aðlögun. 

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga, Sameyki eða Verkalýðsfélags Akraness. Nánari upplýsingar um starfið veitir Jórunn Petra Guðmundsdóttir, forstöðuþroskaþjálfi eingöngu í tölvupósti á netfangið jorunn.petra.gudmundsdottir@akranes.is


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00