Fara í efni  

Laust starf félagsráðgjafa á velferðar- og mannréttindasviði

Velferðar- og mannréttindasvið Akraneskaupstaðar auglýsir lausa 60% stöðu félagsráðgjafa til 1. júlí 2020.  

Starfið fellst í vinnslu mála m.a. út frá lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991,  barnaverndarlögum nr. 80/2002 og lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir nr. 38/2018.

 Hæfniskröfur:

-          Að hafa lokið námi í félagsráðgjöf til starfsréttinda.

-          Reynsla á sviði félagsþjónustu og eða barnaverndar er æskileg.

-          Jákvæðni og hæfni í mannlegum samskiptum.

-          Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.

Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem allra fyrst, eigi síðar en 1. september nk.

Umsóknarfrestur er til 5. júlí n.k.

Hér er sótt er um rafrænt á heimasíðu Akraneskaupstaðar. hæð. Umsóknarfrestur er til og með 5. júlí næstkomandi. Nánari upplýsingar veitir Hrefna Rún Ákadóttir, starfandi félagsmálastjóri, í tölvupósti á netfangið hrefna.run.akadottir@akranes.is eða í síma 433-1000. 

 


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00