Fara í efni  

Laust starf aðstoðarleikskólastjóra í Teigaseli

Laust er til umsóknar starf aðstoðarleikskólastjóra við Leikskólann Teigasel. Aðstoðarleikskóastjóri er jafnframt sérkennslustjóri. Leikskólinn Teigasel er þriggja deilda leikskóli með 74 börn, hóp af metnaðarfullu starfsfólki og heillandi barnahóp þar sem ríkir góður vinnuandi. Við leggjum áherslu á vinnu með stærðfræði, snemmtæka íhlutun í málörvun og opinn efnivið. Teigasel er í innleiðingu á heilsueflandi leikskóla Einkunnarorð leikskólans eru: GLEÐI – EINING – VIRÐING. Um er að ræða 100% starf sem er laust frá 1. ágúst 2020.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Vinna með leikskólastjóra að daglegri stjórnun leikskólans og skipulagningu kennslu- og uppeldisstarfsins. 
 • Vera staðgengill leikskólastjóra í fjarveru hans. 
 • Taka þátt í stefnumótun og áætlanagerð leikskólans. 
 • Bera ábyrgð á utanumhaldi sérkennslu, samskipti við sérfræðiþjónustu, prófanir, þjálfun og vinna með snemmtæka íhlutun í málörvun.                                                                                        
 • Sjá um samskipti og samvinnu við foreldra í samráði við leikskólastjóra. 
 • Vera faglegur leiðtogi. 
 • Sinna öðrum verkefnum sem leikskólastjóri felur honum. 

Menntun og hæfniskröfur

 • Leikskólakennaramenntun og leyfisbréf sem leikskólakennari. 
 • Menntun í stjórnun er æskileg.
 • Reynsla í sérkennslu.
 • Frumkvæði og vilji til að leita nýrra leiða. 
 • Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum. 
 • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð. 
 • Áhugi og/eða reynsla af að leiða þróunarstarf. 
 • Góð tölvukunnátta.
 • Góð íslenskukunnátta. 
 • Hreint sakavottorð

Laun eru skv. kjarasamningum Sambands ísl. sveitafélaga við FL / KÍ. Umsóknarfrestur er til og með 5. apríl 2020 og skal hér sótt um rafrænt í íbúagátt Akraneskaupstaðar. Nánari upplýsingar veitir Margrét Þóra Jónsdóttir skólastjóri, margret.thora.jonsdottir@teigasel.is eða í síma 433-1280. Á heimasíðu leikskólans www.teigasel.is er að finna frekari upplýsingar um starfsemi Teigasels.


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00