Fara í efni  

Laust starf að ferðamálum og í upplýsingamiðstöð fyrir ferðafólk á Akranesi

Laust er til umsóknar tímabundið starf við Upplýsingamiðstöð fyrir gesti og ferðafólk á Akranesi. Ráðið verður í starfið til 6 mánaða og er æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. 


Í starfinu felst m.a. þátttaka í útgáfu kynningarefnis um Akranes, vinna við vefsvæðið ?visitakranes.is?, skipulagning viðburða, umsjón með viðburðadagatali auk almennra samskipta við gesti og ferðafólk. Einnig skipulagning ferðaþjónustu á Akranesi og samskipti við hagsmunaaðila á svæðinu, samskipti við aðrar upplýsingamiðstöðvar og ferðaskrifstofur sem og skipulagning og umsjón með móttöku hópa.  


Viðkomandi þarf að hafa ríka þjónustulund og samskiptahæfni og sýna mikinn metnað, jákvæðni og frumkvæði í starfi. Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu og/eða menntun á sviði ferðaþjónustu og mikinn áhuga á þeim viðfangsefnum. Góð tungumálakunnátta er æskileg og færni í  ensku og a.m.k. einu Norðurlandamáli er nauðsynleg. Þekking á staðháttum á Akranesi og nágrenni er nauðsynleg. Viðkomandi mun starfa undir stjórn verkefnastjóra Akranesstofu. 


Umsóknarfrestur er til og með 9. apríl 2011. Umsóknir skal senda til Tómasar Guðmundssonar, verkefnastjóra Akranesstofu, Stillholti 16 ? 18, sem einnig veitir allar nánari upplýsingar um starfið (tomas.gudmundsson@akranes.is)

 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00