Fara í efni  

Laus störf í liðveislu

Nokkur störf við liðveislu fatlaðra barna og ungmenna eru laus frá júlí sem og næsta skólaár. Um er að ræða stuðning til félagslegra athafna og fylgd á menningarviðburði í samvinnu við forráðamenn. Viðkomandi þarf að vera orðin 18 ára  og æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu af börnum. Undirrita þarf leyfi til að leitað sé eftir sakavottorði hjá Ríkissaksóknara.

Vinnutími er að öðru jöfnu seinnipart dags eða um helgar. Um er að ræða tímavinnu. Tímafjöldinn liggur á bilinu 8-16 klst. á mánuði. Laun eru skv. kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags. Bæði kyn eru hvött til að sækja um, en sem stendur er meiri þörf fyrir karlkyns liðveitendur sökum samsetningar þess hóps sem þarf þjónustu.

Hér hægt að nálgast rafrænt umsóknareyðublað en einnig er hægt að sækja um í þjónustuveri Akraneskaupstaðar á 1. hæð að Stillholti 16-18. Nánari upplýsingar  um störfin veitir Arnheiður Andrésdóttir ráðgjafarþroskaþjálfi í tölvupósti: netfangið arnheidur.andresdottir@akranes.is eða síma 433 1000.


   
Fara efst
á síðu
  • Akraneskaupstaður 433 1000
  • Skrifstofan er opin alla virka daga kl. 09:30 - 12:00 og 12:30 - 15:30
  • Stillholti 16-18, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449