Fara í efni  

Laus störf í Brekkubæjarskóla

Brekkubæjarskóli er annar tveggja heildstæðra grunnskóla á Akranesi. Nemendur skólans eru um 450 talsins, en starfsmenn tæplega áttatíu. Skólastefna í Brekkubæjarskóla ber heitið „Góður og fróður“ og byggir á sýn skólans. Skólastefnan er skýr framtíðarsýn í anda lífsleikni, manngildis og hugmynda um að til þess að ná árangri í skólastarfi þurfi að hlúa að vellíðan og starfsánægju bæði nemenda og starfsmanna skólans.

Eftirfarandi störf eru laus til umsóknar með umsóknarfresti til og með 17. desember. Nánari upplýsingar veitir Arnbjörg Stefánsdóttir skólastjóri í síma 433-1300 eða í tölvupósti á netfangið arnbjorg.stefansdottir@brekkubaejarskoli.is  


Starf kennara, þroskaþjálfa eða iðjuþjálfa

Kennari, þroskaþjálfi eða iðjuþjálfi óskast til starfa. Um er að ræða tímabundna 95% stöðu sem er laus frá og með 1. janúar og eru laun eru samkvæmt kjarasamningi Félags grunnskólakennara (FG) og Samninganefndar sveitarfélaga (SNS).

Menntun og hæfniskröfur:

 • Kennaramenntun/þroskaþjálfamenntun
 • Færni í samskiptum, lipurð, sveigjanleiki og jákvæðni
 • Reynsla og áhugi á að starfa með börnum 
 • Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður 
 • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð og stundvísi
 • Stundvísi og góð íslenskukunnátta

Hér er sótt um rafrænt á heimasíðu Akraneskaupstaðar en einnig er hægt að sækja um í þjónustuveri kaupstaðarins að Stillholti 16-18, 1. hæð.


Starf skólaliða

Skólaliði óskast til starfa. Um er að ræða 100% stöðu með vinnutíma frá kl. 8:30-16:30. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.

Helstu verkefni

 • Fyrir hádegi, gæsla á nemendum úti í frímínútum og þrif á skóla og frístund. Eftir hádegi, vinna á frístund.

Hæfniskröfur

 • Færni í samskiptum, lipurð, sveigjanleiki og jákvæðni.
 • Reynsla og áhugi á að starfa með börnum 
 • Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður. 
 • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð og stundvísi.

Hér er sótt um rafrænt á heimasíðu Akraneskaupstaðar en einnig er hægt að sækja um í þjónustuveri kaupstaðarins að Stillholti 16-18, 1. hæð.


Starfsfólk í frístund

Starfsfólk í frístund óskast til starfa. Vinnutími er alla virka daga frá kl. 13-16. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.

Helstu verkefni

 • Gæsla barna í frístund og skipulagning frístundastarfs.

Hæfniskröfur

 • Færni í samskiptum, lipurð, sveigjanleiki og jákvæðni.
 • Reynsla og áhugi á að starfa með börnum 
 • Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður. 
 • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð og stundvísi.

Hér er sótt um rafrænt á heimasíðu Akraneskaupstaðar en einnig er hægt að sækja um í þjónustuveri kaupstaðarins að Stillholti 16-18, 1. hæð.


   
Fara efst
á síðu
 • Akraneskaupstaður 433 1000
 • Skrifstofan er opin alla virka daga kl. 09:30 - 12:00 og 12:30 - 15:30
 • Stillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449