Fara í efni  

Laus staða aðstoðarmatráðs í leikskólanum Akraseli- tímabundið

Leikskólinn Akrasel er einn af fjórum leikskólum Akraneskaupstaðar. Leikskólinn er sex deilda og eru kjörorð leikskólans; NÁTTÚRA-NÆRING-NÆRVERA. Akrasel er Grænfánaleikskóli og leggur mikla áherslur á umhverfismennt, útikennslu, jóga og hollt mataræði. Í leikskólanum Akraseli er ljúfur og léttur starfsandi.

Starf aðstoðarmatráðs- tímabundið

Laus er 0,6875%, tímabundin staða, aðstoðarmatráðs frá 7. águst 30. til sept. 2019. Vinnutími frá kl. 8.00-13.30.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Reynslu af vinnu í eldhúsi (matur og bakstur)
 • Færni í mannlegum samskiptum
 • Frumkvæði og sjálfstæði í starfi
 • Stundvísi og skipulögð vinnubrögð
 • Jákvæðni og áhugasemi
 • Hreint sakavottorð

Í fjarveru matráðs sér viðkomandi um eldhús og ber ábyrgð á starfinu þar.

Laun eru skv. kjarasamningum Sambands ísl. sveitafélaga og Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar eða Sambands ísl. sveitafélaga og Verkalýðsfélags Akraness. Umsóknarfrestur er til og með 26. júlí 2019 og skal hér sótt um rafrænt í íbúagátt Akraneskaupstaðar. Nánari upplýsingar veitir Anney Ágústsdóttir skólastjóri, anney.agustsdottir@akrasel.is eða í síma 433-1260.


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00