Fara í efni  

Launakostnaður Akraneskaupstaðar tæplega 1,1 milljarður á árinu 2003. 

Smellið á myndina til að sjá stærri útgáfu


Heildar launakostnaður Akraneskaupstaðar og stofnana hans á árinu 2003 var, ásamt launatengdum gjöldum, tæplega 1,1 milljarður króna. Til samanburðar voru laun fyrir árið 2002 liðlega milljarður en á árinu 2001 tæplega 900 milljónir króna. 

Heildarhækkun launaútgjalda frá árinu 2002 er því um 7,5% og veldur þar mestu hækkun dagvinnu vegna fjölgunar starfsmanna og hækkun eftirlauna vegna fjölgunar eftirlaunaþega.  Hægt er að sjá nánar skiptingu launakostnaðar á milli dagvinnu, eftirvinnu, launatengdra gjalda og eftirlauna á meðfylgjandi myndriti.


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00