Fara í efni  

Lækkun veggjalds í Hvalfjarðargöng

Bæjarráð Akraness lýsir yfir ánægju með ákvörðun Spalar ehf. um lækkun veggjalda þeirra sem mest nota Hvalfjarðargöng  í kjölfar endurfjármögnunar fyrirtækisins á skuldum annars vegar við John Hancock og hins vegar ríkissjóð. Þetta kom fram á fundi bæjarráðs sl. fimmtudag.  Bæjarráð telur þó í ljósi ákvarðana ríkisins um ýmsar framkvæmdir í vegamálum nauðsynlegt að ríkissjóður hefði komið að málum t.d. með lækkun á lánum til fyrirtækisins eða afnámi virðisaukaskatts þannig að enn frekari árangur hefði náðst. Beinir bæjarráð því þeirri áskorun til þingmanna Norðvesturkjördæmis að taka málið á þeim grundvelli upp á vettvangi Alþingis.

 


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00