Fara í efni  

Kynningarfundur um deiliskipulag Sólmundarhöfða
Fjölmenni mætti á kynningarfundinn
Skipulags- og umhverfisnefnd efndi til opins kynningarfundar um endurskoðað deiliskipulag Sólmundarhöfða sem nú er í vinnslu. Arkitektastofan "Arkitektur.is" hefur verið ráðin til að vinna tillögur og mættu arkitektarnir Elín Kjartansdóttir og Guðmundur Gunnarsson á fundinn og gerðu grein fyrir fyrstu drögum.  Fram kom í kynningu Magnúsar Guðmundssonar, formanns skipulags- og umhverfisnefndar í upphafi fundarins að megintilgangur fundarins væri að fá fram sjónarmið íbúa og hagsmunaaðila sem arkitektarnir tæku með sér sem veganesti við frágang endanlegrar tillögu.

Fundurinn var mjög vel sóttur og mörg sjónarmið komu fram.


Efnt verður til annar fundar þegar deiliskipulagstillaga verður komin á lokastig.


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00