Fara í efni  

Kynning á starfsemi Menningarráðs Vesturlands

Miðvikudaginn 29. ágúst n.k. mun Elísabet Haraldsdóttir, menningarfulltrúi Vesturlands, verða til viðtals í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18, frá kl. 17:00 ? 18:00. Kynntar verða nýjar reglur vegna umsókna um styrk frá Menningarráði Vesturlands en þær munu verða auglýstar fljótlega.  Einnig verða veittar upplýsingar og ráðgjöf varðandi fyrirkomulag umsókna vegna ársins 2008, en Menningarráð Vesturlands hefur nýlega rætt viðmiðunarreglur vegna styrkumsókna ársins 2008.


 


 

Mikilvægt er að sem flestir þeir sem standa fyrir menningartengdum viðburðum kynni sér reglurnar og hugi tímanlega að umsóknum og jafnvel taki höndum saman við aðra aðila innan svæðisins eða við aðra aðila á Vesturlandi, því slík samvinna eykur líkur á styrkveitingu.


 


Aðilar eru hvattir til að gefa sér tíma til að koma og spjalla á ofangreindum tíma og huga að verðugum verkefnum sem geta orðið tilefni til umsóknar.


 


Sjá vef Menningarráðs Vesturlands http://www.menningarviti.is/


 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00