Fara í efni  

Kvikmyndin ?Alive in Limbo? sýnd í Bíóhöllinni á Akranesi á morgun kl. 16:00.

Á morgun, laugardaginn 4. apríl kl. 16:00 verður heimildarmyndin  ?Alive in Limbo? ? (Lifandi í Limbó) eftir Hrafnhildi Gunnarsdóttur, Tina Naccache og Erica Marcus sýnd í Bíóhöllinni á Akranesi.  Myndin fjallar um 3. og 4. kynslóðir palentínskra flóttamanna í Shatila flóttamannabúðunum í Líbanon og einn  líbanskan dreng í suðurhlutanum.  


Kvikmyndin varpar ljósi á þær aðstæður sem palestínskir flóttamenn búa við í Líbanon og svipar það til þeirra aðstæðna sem flóttafólkið á Akranesi bjó við í Írak.  Hrafnhildur Gunnarsdóttir leikstjóri og meðframleiðandi myndarinnar verður á staðnum. Sýningin er í boði Akraneskaupstaðar og Rauða Krossins á Akranesi og eru allir velkomnir. Umræður verða að sýningu lokinni þar sem Hrafnhildur mun m.a. svara spurningum viðstaddra. Léttar veitingar verða í boði palestínskra flóttakvenna á Akranesi eftir sýningu myndarinnar.  


 

 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00