Fara í efni  

Krókatún götuviðhald

Framkvæmdir eru byrjaðar við lagfæringar á yfirborði götunnar. Fyrirhugað er að brjóta upp illa farin svæði og steypa aftur. Nauðsynlegt er að loka götunni fyrir umferð. Loka þarf götunni frá gatnamótum við Vesturgötu að móts við hús númer 15. Gatan verður lokuð fyrir umferð, en samt verður hægt að gera undantekningar fyrir sorphirðu og annað sem upp gæti komið á framkvæmdatímanum. Hafa þarf samvinnu við verktaka um að komast um svæðið ef nauðsyn krefur í sérstökum tilfellum. Íbúar eru beðnir um að fjarlægja alla bíla úr götunni. Áætlað er að framkvæmdum við lagfæringar á yfirborði götunnar verði lokið um næstu mánaðarmót.

 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00