Fara í efni  

Kortadagur á Akranesi 5. desember 2003

 Föstud. 5. desember 2003 verður haldin ráðstefnan "IS 50V - Landupplýsingar fyrir framtíðina" í Bíóhöllinni á Akranesi ásamt því sem sýning Landmælinga Íslands - "Í rétta átt" verður opnuð í Safnaskálanum að Görðum.


 


IS 50V - Landupplýsingar fyrir framtíðina.


Ráðstefnan er haldin í tilefni þess að kynnt verður 1. útgáfa IS 50V sem er stafrænn kortagrunnur af öllu Íslandi í mælikvarða 1: 50 000.  Unnið hefur verið að verkefninu í samvinnu við fjölmargar stofnanir og fyrirtæki síðustu 5 ár.  Ákvörðun um verkefnið var tekin af ríkisstjórn Íslands árið 1998.

 


Í rétta átt.


Umhverfisráðherra, Siv Friðleifsdóttir, mun opna sýninguna sem segir sögu kortagerðar á Íslandi og varpar ljósi á það sem að baki býr við landmælingar og kortagerð. Við sama tilefni mun Þorkell Helgason, forstjóri Orkustofnunar, afhenda Magnúsi Guðmundssyni, forstjóra Landmælinga Íslands, eldri landmælingagögn Orkustofnunar.


 


Vinsamlegast tilkynnið þátttöku hjá Landmælingum Íslands á www.lmi.is eða í síma 430 9000 fyrir 1. des. 2003.


 


Dagskrá kortadags á Akranesi


Ráðstefna Landmælinga Íslands "IS 50V - Landupplýsingar fyrir framtíðina" í Bíóhöllinni á Akranesi.  Ráðstefnustjóri verður Skúli Víkingsson, jarðfræðingur hjá Íslenskum orkurannsóknum.


 

9:00 Sætaferðir frá Suðurlandsbraut 24, Reykjavík að Bíóhöllinni á Akranesi
10:00 Setning: Magnús Guðmundsson, forstjóri Landmælinga Íslands
10:10 Ávarp:  Ingimar Sigurðsson, skrifstofustjóri umhverfisráðuneytisins
10:20 Ávarp:  Geir Þórólfsson, formaður LÍSU samtakanna
10:30

Uppbygging stafræns kortagrunns, hvað er mikilvægast?


Guðmundur Hafberg, mælingaverkfræðingur hjá ESRI

11:15 Kaffihlé
11:30

Hvað er IS 50V?


Steinunn Elva Gunnarsdóttir, verkefnisstjóri IS 50V hjá Landmælingum Íslands.


Gunnar H. Kristinsson, sölustjóri Landmælinga Íslands

12:00

Tæknileg uppbygging IS 50V:


Saulius Prizginas, mælingaverkfræðingur hjá Landmælingum Íslands

12:20 Hádegisverður (verð fyrir hádegismat er kr. 1.600.-)
13:30

Notkun IS 50V í Nytjalandsverkefninu:


Einar Grétarsson, sérfræðingur hjá RALA

13:50

Notkun IS 50V í starfsemi Landsvirkjunar:


Victor Kr. Helgason, jarðfræðingur hjá Landsvirkjun

14:10

Uppfærsla IS 50V:


Eydís Líndal Finnbogadóttir, forstöðumaður Kortasviðs Landmælinga Íslands

14;30 Umræður
15:00

Ráðstefnuslit:


Siv Friðleifsdóttir, umhverfisráðherra


 


Opnun sýningar Landmælinga Íslands "Í rétta átt" í Safnaskálanum að Görðum:


 
15:30

Umhverfisráðherra, Siv Friðleifsdóttir, mun opna sýninguna "Í rétta átt.


Afhending landmælingagagna Orkustofnunar.

Gestum er boðið að þiggja veitingar í boði Landmælinga Íslands og skoða nýju sýninguna.
17:00 Sætaferðir frá Safnasvæðinu að Görðum að Suðurlandsbraut 24, Reykjavík.


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00