Fara í efni  

Könnun meðal foreldra grunnskólabarna á Akranesi

Könnun meðal foreldra grunnskólabarna á Akranesi var netkönnun sem send var í tölvupósti til þeirra foreldra/forráðamanna nemenda sem hafa skráð netfang í grunnskólum Akraness.  Könnunin fór fram haustið 2007.  Ekki er hægt að rekja niðurstöður til foreldra/forráðamanna en svarhlutfall var tæplega 63%.  Markmið könnunarinnar var að afla upplýsinga hjá foreldrum/forráðamönnum nemenda um viðhorf þeirra til ýmissa þátta er snerta skólastarfið.  Enginn munur var á niðurstöðum milli grunnskólanna.   Hér verða kynntar nokkrar niðurstöður:

 

 

Mikill meirihluti foreldra telur að barninu þeirra líði alltaf eða oftast vel í skólanum (92%).  Sömuleiðis er stór hluti foreldra mjög eða frekar sammála því að barninu þeirra séu sköpuð góð skilyrði til að ná árangri í námi og starfi (85%). 

 

 

 

Langflestir foreldrar eru mjög eða frekar ánægðir með skólastarfið þegar á heildina er litið (91%). 

 

 

 

Foreldrar voru beðnir um að nefna atriði sem þeir telja vera styrkleika skólans og / eða þeir væru sérstaklega ánægðir með.  Alls nýttu tæplega 300 foreldra þennan svarmöguleika og oftast nefndu foreldrar:  gott starfsfólk og samvinnu heimilis og skóla eða 126 svör. 

 

Foreldra voru einnig beðnir um að nefna þau atriði sem þeir telja veikleika skólans og / eða atriði sem þau væru sérstaklega óánægð með.  Um 220 foreldra nýttu sé þennan svarmöguleika og oftast nefndu foreldrar þætti sem snúa að sérkennslu eða þjónustu við börn með sérþarfir eða samtals 39 svör. 

 

 

 

Skólanefnd og stjórnendur grunnskólanna munu skoða niðurstöður vandlega og taka mið af þeim í áframhaldandi umbótaviðleitni í starfi grunnskólanna.  En markmiðið er að leggja samskonar könnun fyrir annað hvort ár.  

 

 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00