Fara í efni  

Könnun á viðhorfi foreldra til daggæslu í heimahúsum

Í júní s.l. fór fram könnun meðal foreldra sem voru með börn sín í daggæslu hjá dagforeldri. Í könnuninni var spurt hversu ánægð(ur) eða óánægð(ur) viðkomandi væri með daggæslu dagforeldris. Niðurstöðurnar voru mjög jákvæðar en af þeim foreldrum sem svöruðu voru 83% mjög ánægðir með þjónustuna og 17% frekar ánægðir.  Það er félagsmálaráð Akraneskaupstaðar sem veitir starfsleyfi til dagforeldra á Akranesi og sinnir lögbundnu eftirliti með starfseminni eins og kveðið er á um í reglugerð félagsmálaráðuneytisins nr. 198/1992.  Daggæslufulltrúi Akraneskaupstaðar er Sigrún Gísladóttir.

 


Samanber reglur Akraneskaupstaðar um daggæslu er leitað einu sinni á ári með formlegum hætti eftir viðhorfum foreldra til eigin dagforeldris.  Þessi leið er viðbót í nýju eftirlitskerfi sem byggir á mánaðarlegum skýrslum frá dagforeldrum og reglubundnum eftirlitsheimsóknum sem eru tvær til þrjár á ári og óboðaðar.  Eins og fram kemur í reglum er það dagforeldrið sem ber ábyrgð á barni þann tíma sem það er í gæslu.  Dagforeldri ber að hlú að andlegri og líkamlegri velferð barnsins hvort heldur snýr að fæðuvali, leikjum, leikföngum, hreyfingu, útiveru, tilfinningalífi eða félagslegri líðan.  Bannað er að beita barn andlegri eða líkamlegri hirtingu.  Samkvæmt sömu reglum bera foreldrar ætíð ábyrgð á ákvörðun um vistun barns hjá dagforeldri.   


Smellið hér til að lesa reglur Akraneskaupstaðar um daggæslu í heimahúsi.


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00