Fara í efni  

Könnun á sölu tóbaks á Akranesi

Tómstunda- og forvarnarsvið Akraneskaupstaðar framkvæmdi könnun þann 13. apríl 2004 á sölu tóbaks og áfengis til barna og unglinga undir 18 ára aldri.  Á vegum sviðsins fóru unglingar á aldrinum 15 ? 16 ára fram á afgreiðslu tóbaks og áfengis  þar sem því var til að dreifa. Alls náði könnunin til 11 söluaðila tóbaks og 5 söluaðila áfengis.  Niðurstöður þessarar könnunar á Akranesi voru ekki nógu góðar. • Sex af ellefu söluaðilum (55%) tóbaks á Akranesi seldu ofangreindum unglingum sígarettur. 
 • Einn af 5 söluaðilum (20%) áfengis seldi ofangreindum unglingum áfengi (bjór).

 


Við viljum í því sambandi benda á  8. gr. -  laga um tóbaksvarnir nr. 6/2002, sbr. lög samþykkt á Alþingi 10. mars 2003:


 


?Tóbak má hvorki selja né afhenda einstaklingum yngri en 18 ára. Bann þetta skal auglýst með áberandi hætti þar sem tóbak er selt. Leiki vafi á um aldur kaupandans getur sala því aðeins farið fram að hann sýni með skilríkjum fram á að hann sé orðinn 18 ára.?


 


Akraneskaupstaður hvetur söluaðila tóbaks og áfengis til að taka sig á, fara að lögum og brýna fyrir starfsfólki sínu að sýnd verði skilríki við sölu tóbaks ef minnsti vafi leikur á um aldur kaupandans. 


 


Forvarnir eru mál okkar allra !


 


Stefnt er á endurtekningu könnunarinnar við tækifæri.


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00